| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8849)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (44)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Formannavísur  (10)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1211)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19

Ættarsvip af Agli ber ann

Bls.49


Tildrög

Stórbónda og héraðshöfðingja í Húnavatnssýslu var haldið skilnaðarhóf er hann hætti búskap og fluttist burtu úr sveit sinni. Meðal gesta þar var Sveinn frá Elivogum og flutti hann bónda kvæði mikið og vel ort. Þar í var þetta meðal annars og annað eftir því:
Ættarsvip af Agli ber ´ann
orðaleikni Grettis sterka
spaki Njáll í anda er ´ann
Ólafur pá til rausnarverka.
Bóndi varð stórglaður við kvæðið, rétti Sveini 100 krónur og var það mikil rausn á þeim árum. Hann þakkaði Sveini vel og sagði:„Það er stærsti kostur á þessu kvæði að þar er ekkert oflof.“ Hér að ofan er pistill Gunnars Sigurðssonar frá Selalæk í Íslenskri fyndni þar sem vísan er varðveitt en hún er einnig á Vísnavef Skagfirðinga með orðamun.
Ættarsvip af Agli ber ´ann
orðaleikni Grettis sterka
spaki Njáll í anda er ´ann
Ólafur pá til rausnarverka.