| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8849)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (44)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Formannavísur  (10)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1211)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19

Sandur mér hingað sendist

Bls.VI 58
Flokkur:Samstæður

Skýringar

Baráttan við sandinn hefur jafnan verið örðugasta viðfangsefni Sauðlauksdalspresta. Þar fýkur fínn skeljasandur frá sjónum upp dalinn og á túnið og er illt að sporna við þeim vágesti. Séra Björn fór heldur ekki varhluta af þeirri baráttu. Hinn 16. og 17. febrúar 1763 gerði sandfok svo miklar skemmdir í Sauðlauksdal að til vandræða horfði. Þá var það, sem séra Björn orti vísurnar um sandinn. Merkir Íslendingar VI 57
1.
Sandur mér hingað sendist
sandurinn á þann vanda
sandurinn sjónir blindar
sandurinn byrgir landið
sandurinn sést hér undir
sandur til beggja handa
sandurinn sáðverk hindrar
sandur er óstillandi.

2.
Sandur á sætrum lendir
sandurinn klæðum grandar
sandurinn byggðum sundrar
sandurinn teppir anda
sandur í drykknum syndir
sandur í froðu blandast
sandurinn sætir undrum
sandurinn er minn fjandi.