Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Skuldir aukast Skagfirðinga

Höfundur:Egill Jónasson
Flokkur:Samstæður


Tildrög

Egill, Steingrímur í Nesi, Karl Sigtryggsson og Baldur á Ófeigsstöðum skemmtu eitt sinn á Sauðárkróki 17. júní en þá var norðangarri og rigning.
Skuldir aukast Skagfirðinga
skáld í Bólu áður var
þurfti að sækja Þingeyinga
þegar vanda að höndum bar.

Þá orti einn heimamanna:
Nú er úti veður vont
versnar stundar gaman.
Þjóðhátíð og þingeyskt mont
það fer illa saman.