Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Það má heita ófært enn

Höfundur:Egill Jónasson
Flokkur:Gamanvísur

Skýringar

Egill setti vísuna saman í lok kaupfélagsfundar er tíð var slæm og færð erfið. Bændum lá því á að komast heim og var því kominn í þá kurr er síðasti ræðumaður, Sigurður á Arnarvatni, var að tala og fékk hann ekki hljóð fyrr en vísunni var varpað fram.
Það má heita ófært enn
inn til fjalla og dala.
Sitjið kyrrir sveitamenn
Sigurður er að tala.