| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8843)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (43)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Formannavísur  (10)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1210)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19

Giftum manni er voðinn vís

Flokkur:Samstæður


Um heimild

Skr. e. Jóa í Stapa 8. jan. 2016


Tildrög

Fyrir forsetakosningarnar 1980 var hart tekist á um frambjóðendur, en stuðningsmenn Vigdísar Finnbogadóttur fengu inni í kjallaraíbúð við Skagfirðingabraut, í húsi Huldu og Lúðvíks Hjálmarssonar og þar varð stundum heilmikill gestagangur, en Ingi Heiðmar Jónsson kennari framan úr Steinsstaðabyggð stýrði framboðsundirbúningi. Jói í Stapa þurfti um þessar mundir daglega í Krókinn til lækninga vegna vöðvabólgu og þótti góður gestur á Vigdísarstofunni meðan hann beið eftir seinni meðferðinni. Einhverju sinni hringdi Þorsteinn á Varmalandi í skrifstofuna og lauk símtalinu með hvatningarvísu. Jói var snöggur að bæta annarri við:
Meðan takast menn á hér
og margir saknæmt rausa
yfir vaka vil ég þér
Vigdís makalausa.
Giftum manni er voðinn vís
– við skulum hætta að rausa –
en meirihlutinn kátur kýs
konu makalausa.