| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8849)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (44)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Formannavísur  (10)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1211)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19

Harðnar reiðin frjáls og frí

Skýringar

Menn eru hér komnir nokkuð áleiðis inn á heiðina og farnir að láta pela ganga á milli sín. Og það er bætt við ljóðmælin:

Þó að falli frostélin
og fari að halla degi
Ágúst fjallaforinginn
finnur alla vegi.
Ásgrímur Kristinsson á Brekkunni.

Enn um þetta óskaland
ótal perlur skína –
hitti ég fyrir sunnan Sand
sumardrauma mína.
Ásgrímur Kristinsson á Brekkunni.

Nú skal smala fögur fjöll
flokkur valinn skatna.
Hlaupa alin hófa tröll
hratt fram dalinn vatna.
Valdi   MEIRA ↲
Harðnar reiðin frjáls og frí
færist leiðin innar.
Blærinn seiðir okkur í 
arma heiðarinnar.