| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8846)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (43)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Formannavísur  (10)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1210)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19

Höfð sem fjötur hests um fót

Skýringar

Hnapphelda
úr ullartogi var höfð til að hefta hesta. Framfætur hestanna voru bundnir saman til að hindra hreyfingar þeirra.

Ferðast var á hestum á öllum öldum Íslandsbyggðar og þá þurfti jafnan að hefta hesta þegar komið var í næturstað eða þegar áð var.

Að koma á einhvern hnappheldunni getur táknað að koma honum í hjónaband.

Vera kominn í hnapphelduna - vera genginn í hjónaband.

Ofanskráðar upplýsingar – auk vísunnar – fylgdu toghnappheldum sem seldar voru í Ullarversluninni Þingborg um aldamótin 2000. Þær voru gerðar af hjónunum Hörpu Ólafsdóttur og Inga Heiðmari Jónssyni sem þar bjuggu og versluðu 1997-2001. Höfundur vísunnar gerði hana að beiðni þeirra.
 
Höfð sem fjötur hests um fót
hér á þessu landi.
Hún á að tengja hal og snót
með helgu tryggðabandi.