| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8849)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (44)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Formannavísur  (10)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1211)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19

Er í framan Eiríkur

Bls.II 521


Tildrög

Eiríkur Laxdal Eiríksson kallaði það vera meistaraverk að kveða vísu þá af munni fram er ekkert vit væri í, þrætti um það við GK og manaði hann að kveða. Þá kvað GK Er í framan Eiríkur en ELE reiddist því  og kvað Gísla yrkja níð og hrakóskir um sig og svaraði:
Verður þú og veit eg sé
virtur í Áradölum.
Allt þitt skálda athæfe
er í skömm og kvölum.
Kvað þá Gísli aftur er þeir sátu að spaðtrygli og Eiríkur baðst að hvílast:
Mest er Eiríks meðlætið
mettur liggja á fleti.
Hann því jafnan heldur við
húsgangsdóttur Leti.
Er í framan Eiríkur
eins og Niflheims draugur,
að honum verpist eirþaktur
í Áradölum haugur