Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Lá við stjóra lífs í stórum voða

Heimild:Fjallkonan

Skýringar

Ritstjóri Fjallkonunnar Valdimar Ásmundsson segir um Guðmund og vísurnar:
Guðmundur Ketilsson , bróðir Natans Ketilssonar, var meinfyndinn og hagmæltur vel. Eftir hann er fjöldi af lausavísum. Andrés í Gautsdal, sem var formaðr á Gjögri, lá eitt sinn úti á hákarlaskipi í ófæru veðri og náttmyrkri. Hásetunum féllst hugur, en Andrés sagði: „Felið ykkur drottni piltar mínir; ég reiði mig á stjórann„. Um þetta orti Guðmundr Ketilsson.

 
1.
Lá við stjóra lífs í stórum voða
bátsformaður einn sem að
ávarpaði menn og kvað :
 
2.
„Felið drottni fjörs í þrotnum vonum
járnaþórar jafnt hver sig
 — ég á stjórann reiði mig.“
 
3.
Maðurinn hefir hinum eflaust meður
girnst að njóta guðsnáðar,
enn góð viðbót í stjóra var.