| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8843)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (43)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Formannavísur  (10)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1210)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19

Maður einn fór í væna vist

Höfundur:Höfundur ókunnur
Heimild:Gömul kynni
Bls.273


Tildrög

   Heimildarmaður, Ingunn Jónsdóttir segir:
   Ýmsir halda, að nú á dögum sé fólk, sem er í vistum, orðið heimtufrekara en fyrr hafi átt sér stað. Taka einkum ungar konur sér það nærri og halda að það stafi af ólagi sínu, en þeim til hughreystingar skrifa ég þessa sögu:
   Fyrir nærri 80 árum(um miðja nítjándi öldina) voru hjón á Norðurlandi, sem ekki kom  sem best saman. Gekk ósamlyndi þeirra svo langt, að bóndinn sá sér eigi fært að búa saman við konu sína. Fór hann því burt og réðst í vist annars staðar, en ekki var það skilmálalaust af hans hendi, eftir því sem konu hans, er hann hafði látið eina, sagðist frá í langloku nokkurri, er hún orti og birt er hér.

Skýringar

     Vísan er einnig í Vísnasafni Skagfirðinga og er kennd Siggu skáldu:
Maður einn fór í væna vist.
Varð því að setja upp kaup.
Það var sem að hann þurfti fyrst
þurrka, koppur og staup.
Kjallari,bátur, kjálkaskjól,
kviðreipi, ennisspöng.
Svefnherbergi með sælustól
og sængurklæðin löng.
Þjónustu stutta, þykkva um lær.
Þar með og líka skyrtur tvær.
Af Hoffmannsdropum hálfan spón
hjartað því bilað var.
Á hverjum morgni þessi þjón
þurfti til hressingar.
En hann kvaðst vera eins og ljón
ólmur til vinnunnar.
Maður einn fór í væna vist,
varð því að setja upp kaup.
Það var þá, sem að hann þurfti fyrst:
þurrka, koppur og staup.
kjallarabátur, kjálkaskjól,
kviðreipi, ennisspöng;
svefnherbergi með setustól
og sængurklæðin löng,
þjónustu stutta, þykka um lær
og þægilegar skyrtur tvær,
Hoffmannsdropa í hálfum spón,
hjartað því bilað var,
á hverjum morgni þessi þjón
þurfti til hressingar.
Þá kvaðst hann vera eins og ljón
ólmur til vinnunnar.

kjallarabátur = nafn á vissri tegund vasapela