| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8844)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (43)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Formannavísur  (10)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1210)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19

Ei mig hræðir aldan stinn

Heimild:Gömul kynni
Bls.275


Tildrög

Jón var eitt sinn á sjó ásamt fleiri mönnum. Hrepptu þeir hið versta veður og var ekki annað sjáanlegt en að báturinn færist þá og þegar. Lögðu þá flestir skipverjar árar í bát nema einn, sem Sigurður hét Semingsson og Jón sjálfur, sem sat rólegur við stýrið. Segir hann þá við Sigurð:„Ætlar þú ekki að hætta að róa og gefast upp eins og hinir?“ „Nei“ segir Sigurður. „Mér er sama hvort ég fer til helvítis deginum fyrr eða síðar.“ Þá mælti Jón fram vísuna.

Vísan er líka á Vísnavef Skagfirðinga með orðamun og er þar   MEIRA ↲
Ei mig hræðir aldan stinn
oft sem næði brýtur,
því í hæðum hugurinn
hafnir gæða lítur.