Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Áður hryggð í huga bar

Heimild:Árbók FÍ 2015 bls.147


Tildrög

Guðmundur fluttist að Illugastöðum eftir lát Natans bróður síns og var lengi nafnkunnur enda bæði framfara- og framkvæmdamaður og gerði miklar umbætur á jörðinni þótt leiguliði væri og mun lengi sjást til handarverka hans. Hann fékk árið 1853  heiðursskjal og verðlaunabikar frá Landbúnaðarfélaginu danska fyrir jarðabætur. Sr. Ögmundur Sívertsen kallar Guðmund Vatnsnesingaskáld í sóknarlýsingu sinni. Vísuna orti GK um heiðursverðlaunin.
Heimild: Þór Magnússon/Árbók FÍ 2015

Skýringar

Í Afmælisdagabók Húnvetninga/Steinunn Eyjólfsdóttir er vísan þannig skráð:
Áður hryggð í hug mér bar,
hræddist manna dóma.
Kættist þegar krýndur var
konunglegum sóma.
Vísan er skráð á Vísnavef Skagfirðinga með orðamun
Áður hryggð í huga bar,
hræddist manna dóma,
en kættist þegar krýndur var
konunglegum sóma.