| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8849)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (44)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Formannavísur  (10)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1211)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19

Þú berð ljómann geddugeims

Höfundur:Höfundur ókunnur
Bls.60
Flokkur:Samstæður


Um heimild

Lesbók Morgunblaðsins 5. 2. 1939. 


Tildrög

   Séra Þorvaldur á Melstað átti tóbakspontu, sem af er nokkur saga:
   Arthur Feddersen fiskeldisfræðingur heimsótti séra Þorvald árið 1884 og segir það hafa verið dýrlegt (en hel Nydelse) að gista hann, kvað hann vera einn lærðasta prest í landinu og hrósar honum fyrir þekkingu og kunnáttu. Prestur sagði Feddersen söguna af pontunni sinni, sem birti hana í ferðabók sinni.
   Pontan var áður í eigu föður prestsins. Var hann einhverju sinni á miðum fiska, vildi þá hressa sig á tóbaki en tókst svo illa til að   MEIRA ↲

Skýringar

2. Ó hvað þú ert yndisleg,
orma- búin -dýnu,
líkt og frúin faðmi mig
fati rúin sínu.

3. Þinn við munn ég minnist greitt
mitt í nunnusafni.
Þér ég unni af þeli heitt,
þú ert sunnu jafni.
Þú berð ljómann geddugeims
gleður fróma drengi,
frí við dróma angurseims,
eg þig róma lengi.


Athugagreinar

Önnur heimild um ofangreindar vísur er fengin úr Lesbók Morgunblaðsins þann 5. 2. 1939. 

Það var í samsæti á Þingeyrum, þar sem þeir voru staddir Gísli Magnússon stúdent, á Tjörn á Vatnsnesi, séra Páll á Undirfelli, síra Jónatan frá Ljósavatni, prestur á Stað í Hrútafirði og Guðmundur djákni á Þingeyrum. Sýndi þá Gísli þeim tóbakspontu sína úr rostungstönn, silfurbúna, forlátagrip, sem menn dáðust að. Kváðu þeir Páll, Jónatan og Guðmundur þá eftirfarandi alkunnar vísur um pontuna, sína vísuna hver:

Ó hvað þú ert yndisleg
orma búin dínu.
Líkt og frúin faðmi mig
fati rúin sínu.

Þinn við munn ég mynnist greitt
mitt í nunnusafni.
Þér ég unni af þeli heitt
þú ert sunnu jafni.

Þú berð ljóma geddu geims
gleður fróma drengi.
Fríar dróma angurs eyms
eg það róma lengi.

Síðar gaf Gísli Pontuna Sigurði Sverrissyni, en hann aftur Birni bónda í Bergsholti í Melasveit, föður síra Þorvaldar á Melstað. Var Björn eitt sinn í fiskiróðri í Garðsjó, og missti þá pontuna fyrir borð. En sama dag var dreginn fiskur undir Vogastapa, og úr maga hans kom pontan.

Um þetta sagði séra Þorvaldur mér og sýndi mér pontuna, sem hann eignaðist eftir föður sinn. Pontan mun nú í eigu Ófeigs á Barði í Miðfirði, sonar síra Þorvaldar.
Væri ánægjulegt að Þjóðminjasafnið eignaðist slíkan grip.
Jón L. Hansson.

Úr Ísl.bók: Jón Lárus Hansson 1864-1941 Bóndi á Syðri-Þverá(1901) og Þóreyjarnúpi, Móakoti Vatnsleysuströnd(1930) o.v., síðar kaupmaður á Hvammstanga og Reykjavík.