| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8849)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (44)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Formannavísur  (10)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1211)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19

Mál er að gana

Höfundur:Höfundur ókunnur
Bls.85


Tildrög

Manndauði á Kaldrana
Sá atburður var fyrir mörgum árum að komið var á baðstofuglugga í Höfnum á Skaga einn morgun áður en menn risu þar úr rekkju og kveðin stakan. Menn brugðu skjótt við í Höfnum og fóru út eftir. Fannst þá barnið lifandi í vöggunni en huldukonan sást í svip fara frá bænum og út í hól þann er Barnhóll er nefndur; hann er fyrir utan túnið á Kaldrana. Allir heimamenn aðrir lágu dauðir, hver í sínu rúmi. Var það ætlun manna að fólk þetta mundi um daginn áður hafa veitt silung í vatni því er Múlavatn heitir og skilur lönd Kaldrana og Víkna, því sú er trú manna að í þessu vatni sé sá silungur er öfuguggi er nefndur, mjög banvænn, en engin veiði önnur.
Jón Árnason Þjóðsögur
Mál er að gana,
rekkur hárvana;
liggur lífs andvana
lýðurinn á Kaldrana.