Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Banaraunin reifði prest

Flokkur:Eftirmæli


Tildrög

GK segir í Húnvetningasögu um árið 1807:
Það var hinn 31ta dag janúarmánaðar að Rafn prestur rauði á Hjaltabakka Jónsson Rafnssonar var á heimleið, á móunum grennd Hrísakoti, og með honum Ísleifur Jóhannesson frá Breiðavaði og annar unglingur.
Hann mælti við þá „Varið ykkur, piltar“ og hneig í því örendur af hestinum.
Segja sumir að heim væri hann kominn á bæjarhlað þar hann ætlaði að koma og hnigi þar af baki í fang Ísleifi. Hafði hann þá þrjá vetur hins áttunda tugar, hafði verið læknir góður og setið yfir konum ágæta vel.
Banaraunin reifði prest,
Rafn á Hjaltabakka.
Græðir kaunin, farsæld fest
fær hann launin dyggða best.