| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8849)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (44)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Formannavísur  (10)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1211)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19

Dómar falla eilífð í


Tildrög

Er Baldvin var vinnumaður hjá Brynjólfi Bjarnasyni í Þverárdal í Húnavatnssýslu og Steinunni Guðmundsdóttur konu hans,bar eitt sinn svo til, að Gísli nokkur í Tungunesi fyrirfór sér.
Varð Steinunni tíðrætt um atburðinn og dæmdi Gísla allhart.
Þá kvað Baldvin:
1.
Dómar falla eilífð í
öld þó spjalli minna.
Gæta allir ættu því
eigin galla sinna.

2.
Dóms í setri þróast þrá.
Þögn út betur málar.
Skaffað getur innlegg á
alvalds metaskálar.

3.
Hjartað löngum huggast merkt
heims af ströngum ómi.
Hinsta öngum útsvar gert
er af röngum dómi.

4.
Myrðir dáð, er drýgjum vér
daglegt háð og slaður.
Einn hvað sáir upp hann sker,
að því gáðu, maður!