| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8849)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (44)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Formannavísur  (10)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1211)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19

Þar er sparkað kjaftað kýtt

Bls.105

Skýringar

Sundurdrátturinn hefst og fleiri og fleiri koma til starfa. – Já, og Leifi er kominn. Marka-Leifi er reyndar kominn til Stafnsréttar einu sinni enn. Hann Hjörleifur Sigfússon, sem þekkir öll fjármörk í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu – og miklu meira. Hann er kominn til að flýta fyrir drætti. – Stendur heima, stýft og gagnbitað! Honum er aðeins einum vant í nírætt. Hann er kominn, kollhvítur, tinandi, en teinréttur. Hann reykir vindil, svo á hann líka lögg í glasi. En margir fagna samt Leifa, þessari lifandi markatöflu sem nú er orðin snjáð og velkt af mikilli brúkun og misjafnri meðferð. Ó-já. Þrátt fyrir það og þrátt fyrir allt  er Leifi samt glaður yfir að vera kominn í Stafnsrétt.
Úr þætti RGSn: Göngur á Eyvindarstaðaheiði
Þar er sparkað, kjaftað, kýtt
karlar þjarka um hross og skjátur.
Þar er slarkað, þjórað, spýtt.
Þá er Marka-Leifi kátur.