Bernskuminning | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Bernskuminning

Fyrsta ljóðlína:Nú hlýnar í lofti og sól gyllir sund
Heimild:Handrit IHJ.
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Nú hlýnar í lofti og sól gyllir sund
og senn vakna blómin um engi og grund
en fagnandi vorfuglar fljúga um geim
þá flýti ég göngu í dalinn minn heim.
Og blíð er sú minning frá bernskunnar slóð
um bæinn minn forna sem pabbi minn hlóð
um lindina tæru sem líður svo þekk
og laufgræna varpann þar mamma gekk.
2.
Í brekkunni lágu hún systir mín sat
og saumaði á brúðuna litskrúðugt fat
en uppi við klettinn hann bróðir minn bjó
búskapinn stundaði í næði og ró.
Ég man hversu oft þar við undum svo vel
við indæla leiki með kuðung og skel.
Nú hlýnar og birtir um himinsins geim
því hraða ég göngu í dalinn minn heim.Athugagreinar

Dagbók IHJ frá 1981, en JG gerði textann við lagið Flow Gently.