Hallvarður | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Hallvarður

Fyrsta ljóðlína:Svigna fornu salartré
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Svigna fornu salartré
sig í hornin dregur.
Dreifir að morgni draumafé
dagur nornalegur.
2.
Ef mig rekur upp á sker
eða sekur gerður
hrakinn tek ég hús á þér
hvað sem meira verður.
3.
Þó er hljótt í huga spurt
hvað mér ótta býður.
Víst mun þótti þoka burt
þegar nóttin líður.
4.
Grár í lund ég geng og kem.
Gefst þá stundarfriður.
Grefst þá undan öllu sem
okkar fundi styður.
5.
Flest það gagn sem fann ég í
ferð um sagnalöndin
lítinn fagnað færir því
fjötra þagnarböndin.
6.
Fjallið roðar sól um síð.
Sigrar voðinn eigi.
Ljóðaboð um betri tíð
birta góð með degi.