Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Spóinn

Fyrsta ljóðlína:Spóinn er lukkufugl
Viðm.ártal:≈ 1975
Spóinn er lukkufugl
og lukkufuglar kunna
að fela hreiðrið sitt.

Lengi sat hann á grundinni
og ígrundaði
eðli manns og heims.

Loks ákvað hann að byggja hreiður sitt
við alfaraleið fyrir neðan samkomuhúsið.

Spóinn er rökfræðingur.
Fólkið á Stapa skildi þetta líka
og ungarnir urðu fleygir.