Spóinn | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Spóinn

Fyrsta ljóðlína:Spóinn er lukkufugl
bls.186
Viðm.ártal:≈ 1975
Spóinn er lukkufugl
og lukkufuglar kunna
að fela hreiðrið sitt.

Lengi sat hann á grundinni
og ígrundaði
eðli manns og heims.

Loks ákvað hann að byggja hreiður sitt
við alfaraleið fyrir neðan samkomuhúsið.

Spóinn er rökfræðingur.
Fólkið á Stapa skildi þetta líka
og ungarnir urðu fleygir.