Stúlkan og vindurinn | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Stúlkan og vindurinn

Fyrsta ljóðlína:Hugsa sér vindinn!
Heimild:Ljóð.
bls.163
Viðm.ártal:≈ 1950
Flokkur:Náttúruljóð
1.
Hugsa sér vindinn!
heitan, stinnan
Jónsmessuvindinn
af jöklum innan.
2.
Að vakna nú svona!
vafin fangi hans
vefja hann fangi
drukkin af angan hans –
3.
hallast upp í hann
heitan stinnan
Jónsmessuvind
af jöklum – finna´ hann
4.
bera sig áfram
beint á móti sér!
Hann ber mig til fjalls
á móti sér, móti sér –
5.
til móts við mig sjálfa
við söng minn í vindinum
syngjandi heita
Jónsmessuvindinum!