Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Daði fróði

Fyrsta ljóðlína:Sjaldan lengi sætt var þér við lestur
Viðm.ártal:≈ 2000
1.
Sjaldan lengi
sætt var þér við lestur.
Alltaf varstu í öllum húsum gestur
- oft þig kvöl hins smáða í hjartað skar!
Enginn kostur var þér farsæll festur
flest þér löngum andstætt var.
En fróðari en sérhver sóknarprestur
samt þú varst um horfið aldarfar!
2.
Úti í bylnum
einn þú mættir dauða.
Feigðin dró þig inn í nepju nauða
- á Neðribyggð var foraðsveður illt!
Dauðinn oft er huggun hinum snauða
hann gat ævibölið þunga stillt.
En þjóðarsagan síður marga auða
sýnir er þú hefðir getað fyllt!


Athugagreinar

Varð úti á Skagaströnd 8. jan. 1857