Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Til Klemensar Guðmundssonar í Bólstaðarhlíð eftir kvekarapredikun hjá honum

Fyrsta ljóðlína:Í djúpri þögn, í djúpri kyrrð
Heimild:Ljóð og vísur bls.10-11
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Í djúpri þögn, í djúpri kyrrð
fær Drottinn sjálfur mál
og talar svo heyrir hugur þinn
þú hlustar af allri sál.
2.
Ég veit að þú hlustar af huga og sál
og helg er þér stundin sú
sem flytur þér boðskap frá himnum há
ég hlusta vil með þér nú.
3.
Ég veit ekki hvort ég get heyrt þetta hljóða
helga guðdómsins mál
eða hvort ljósið sem lýsir þér
lýst getur minni sál.