Kveldúlfur | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Kveldúlfur

Fyrsta ljóðlína:Atalt traustu taki
bls.49
Viðm.ártal:≈ 1925
1.
Atalt traustu taki
teygir lopann vinda hönd
skýjaróts úr skvaki
skyggnist sólin yfir lönd.
Blökkum rúnum ristir
ránarfeldinn storma-egg
póll úr poka hristir
puntaskelfi, hregg.
2.
Höm í hríðarbakkann
hokið setur jöklastóð
kembir kaldan makkann
Kári geyst um Heljarslóð.
Rastir eru á reiki
róminn brýna strendur við
stíga faldafeyki
fram um opin svið.
3.
Kvöldið hröðum höndum
hleður úrgan skuggavegg.
Syngur Rán á söndum
svipum fjöllin tyftir hregg.
Óbyggt landið eygir
aðvífandi Norðra drótt.
Úr tröllapípum teygir
tóna marga nótt.
4.
Skalla í öldur ota
errið löngum Reykjanes
ránardætur rota
ramar þulur yfir les.
Svalt er enn á seltu
sést þar skip í kófi þó
sem í vosi og veltu
veður Faxasjó.
16.
Berst í báruskvaldri
beint að landi kistufjöl
knúð af kynngigaldri
keyrð með rögg um djúpin svöl.
Hamlar gjálp og grandi
glíkt og fljúgi af boga teinn . . .
Leggur þar að landi
landnámsmaður einn.