Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Kvenfélag Selfoss 40 ára

Fyrsta ljóðlína:Það voru kjarnakonur
Viðm.ártal:≈ 2000
1.
Það voru kjarnakonur
sem kveiktu eldinn þann
því ærinn orkuforði
í æðum þeirra brann.
Þær áttu eina stefnu
að efla þrek og dáð
og snúa aldrei aftur
uns efsta marki er náð.
2.
Það er svo margs að minnast
um mæta liðna tíð
um fjör á góðum fundum
og ferðalögin blíð.
Þó kynslóð kveðji og fari
þá kemur önnur ný
það er í lífsins eðli
og æðri stjórn á því.
3.
Við stjórnina og störfin
var stefnan hrein og klár
með ferskan félagsanda
í fjörutíu ár.
Svo lýk ég þessu ljóði
en líka af alhug bið
að einlæg ást og gæfa
því alltaf blasi við.


Athugagreinar

Kvenfélag Selfoss 40 ára