Vísur um vandamál Hvergerðinga | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Vísur um vandamál Hvergerðinga

Fyrsta ljóðlína:Hér er kominn hreppur nýr,
Viðm.ártal:≈ 1950
Hér er kominn hreppur nýr
hann er sagður kostarýr
þegar lífs við brjótum brýr
bæði segi og skrifa.
Í öllum hreppnum engin mold
í að greftra látið hold.
Við neyðumst til að nuddast við að lifa.

En svo er aftur önnur sveit
einstaklega kostafeit
enga frjórri augað leit
um að tala og skrifa.
Þar er þessi þykka mold
þar má greftra látið hold
þar eru menn sem þurfa ekki að lifa.