Próflaus áfangi | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Próflaus áfangi

Fyrsta ljóðlína:Það sækir að þér kvíði er kemur
bls.12
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Það sækir að þér kvíði er kemur
að kvöldi þíns hinsta dags
um hvort það sé nóg sem þú hefir unnið
heimi drottins til gagns.
2.
Með harmkvælum tekst þér, eins og öðrum
sem aldinreit herrans gista
að koma, ef ekki afreksverkum
þó ýmsu smáræði á lista
3.
sem þú lærir í ofboði utan bókar
og ætlar að geti riðið
baggamuninn við endanlegt uppgjör
og opnað þér gullna hliðið.
En þar bíður ekkert yfirlitspróf
heldur undur og stórmerki og furður
og þessi sárust og þungbærust allra
að þú verður einskis spurður.