Lykilljóð | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Lykilljóð

Fyrsta ljóðlína:Þennan lykil
Höfundur:Einar Bragi
bls.174
Viðm.ártal:≈ 1950
Þennan lykil
hef ég lengi
haft í smíðum
og enn
er ég að sverfa skeggið
meðan ljóð mitt
leitar sér forms
í veikri von um
að hann kunni
þó síðar verði
að ljúka upp
einhverjum kærum dyrum:
kannski rauðasta hólfi
hjarta þíns?