Þjóðhátíðardraumur 1980 | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Þjóðhátíðardraumur 1980

Fyrsta ljóðlína:Sumargleði sanna bera
Viðm.ártal:≈ 1950
Flokkur:Hátíðaljóð
1.
Sumargleði sanna bera
í sælu Dalnum piltur, freyja.
Fágað allt sem fremst má vera,
á friðarhátíð Vestmannaeyja.
2.
Aldursþroski og friðarblómi,
að ævintýrum vinna snjöllum.
Allsgáð skemmtun ein, er sómi,
okkar jarðar töfrahöllum.