Ólöf skáld frá Hlöðum | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Ólöf skáld frá Hlöðum

Fyrsta ljóðlína:Þín var – Ólöf – arnfleyg sál
bls.40
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Þín var – Ólöf – arnfleyg sál
eldrík – spök og fögur.
Man ég hvað þitt bjarta bál
bragaði um ljóð og sögur.
2.
Skáldaglampinn glóði – brann –
gæddur kæti – tárum.
Hjartað bæði og hugur vann –
hófst úr tíma – árum.
3.
Rökin háu – röddin lág
reifaði hreinni snilli –
glöggt í Eilífð glitra sá
gáfnaljósa milli.
4.
Fágætlega meitlað mál
myndríkt – tiginborið –
öldruð geymdir ungri sál –
í þér leyndist – vorið.
5.
Upp þá skara eld í glóð
eflist fögur kynning.
Þér ég – Ólöf – þakka hljóð –
þín mér yljar minning.