Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Káinn – hundrað ára 7. apríl 1960

Fyrsta ljóðlína:Margur sá finnst, er frægur telst
Heimild:Aldnir hafa orðið bls.II bls. 159
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Margur sá finnst, er frægur telst
fyrst, þegar hann er dáinn
og ljóðhagans umbun er þá helst
umstang í kringum náinn.
Fyrir sín snjöllu og lipru ljóð
lítið fékk gjald hjá sinni þjóð
gamli og góði Káinn.
2.
Ör var flótti í æsku hans
á óbyggðar slóðir vestur
þá hrjóstrugar byggðir heimalands
herjaði skortu mestur.
Þá sýndist víst fáum um sveininn þann
að síðar fyndnastur yrði hann
og orðsnilldar æðstiprestur.
Af samferðamönnum vel hann var
virtur, metinn og kynntur.
Aldrei af ljóma upphefðar
ellegar fljóðum ginntur
ekki naumur né aurasæll
því aldregi var hann Mammons þræll
en Bakkusi heldur hlynntur.