Stökustundir á hausti | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Stökustundir á hausti

Fyrsta ljóðlína:Haustið bíður boða enn
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Haustið bíður boða enn
bliknar hlíðarvangi.
Valdastríðið vinnur senn
vetrarkvíðinn langi.
2.
Dvínar skartið, dökkna fer
dagsins bjarti faldur.
Sest að hjarta og huga mér
haustsins svartigaldur.
3.
Lýkst í skyndi blómabrá
blöð á strindi falla.
Hvassir vindar hvína á
hvítum tindum fjalla.
4.
Kuldinn eykur Kára mátt
kvíða bleikir rindar.
Hafa leikið hlíðar grátt
haustsins feykivindar.
5.
Hægt ég feta hálan veg
heldur letjast fætur
kuldhretum kvíði ég –
komnar veturnætur.