Til Björns á Kotá sextugs – brot | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Til Björns á Kotá sextugs – brot

Fyrsta ljóðlína:Vandist skælur aldrei á
bls.36-37
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Vandist skælur aldrei á
eða þvælingshætti
ber því hæla heila frá
heimsins þrælaslætti.
2.
Laus við flysjung, fals og dár
fengið misjafnt gaman.
Þraukað í tvisvar þrjátíu ár
þér er ei fisjað saman. –
3.
Jafnan haldið horfinu
hitt fyrir kalda strengi
alltaf valdið orfinu
aldrei tjaldað lengi.