Baldur Eiríksson fimmtugur 23. des. 1960 | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Baldur Eiríksson fimmtugur 23. des. 1960

Fyrsta ljóðlína:Um það leyti var, ég veit
bls.42-44
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Um það leyti var, ég veit
vindur steytingskaldur
fæddist teitur sveinn í sveit
sveinn, er heitir Baldur.
2.
Þó að njóla Norðurlands
næði sól að varna
yfir bóli barnungans
brosti jólastjarna.
3.
Krókur beygðist bögum að
birtist hneigðin ríka.
Vísum fleygði, kvæði kvað
– kútur teygðist líka.
4.
Drottinn taldi: – Drengur þaut
dvínaði sjaldan rokið. –
Hálfrar aldar hlaupabraut
hefur Baldur lokið.
5.
Hyllum vér inn horska svein
hátíð er til staðar.
Lyfta ber við leiðarstein
ljúfu keri mjaðar.