Stuðst fram á stafinn | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Stuðst fram á stafinn

Fyrsta ljóðlína:Hvíli eg fót við feyskinn staf
bls.46-47
Viðm.ártal:≈ 1950
Flokkur:Skáldsþankar
1.
Hvíli eg fót við feyskinn staf
finnst ei bót á högum.
Margir hljóta undir af
eigin spjótalögum.
2.
Heimsins tál og haldlaus rök
hafa brjálað sinni.
Heyri eg váleg vængjablök
víða í nálægðinni.
3.
Þannig fer, ef boðinn ber
bát á sker og kletta:
Næstur hver er sjálfum sér.
Svona er nú þetta. –