Til Rósbergs | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Til Rósbergs

Fyrsta ljóðlína:Ýmsa hvekkir útsýn breitt
Viðm.ártal:≈ 1950
Flokkur:Skáldsþankar
1.
Ýmsa hvekkir útsýn breitt
örlög þekking banna
fá því ekki framhjá sneitt
fallgröf blekkinganna.
2.
Margur kátur maður trað
myrk um sátur kífsins
reynist fát þó reynt sé að
ráða gátur lífsins.
3.
Brim þó stækki, bili fley
bragna ei fækki dáðum
voðir hækkum, hræðumst ei
hrannir smækka bráðum.
4.
Þó til skaða löðri lá
lífsins svaðil-brautar
syndi eg glaður ofan á
oftast hvað sem tautar.
5.
Guðumborna gleðiþrá
glæðir forna dáðin
mér þó sporni marki frá
meinleg nornaráðin.
6.
Fyrr mér sóttist leiðin létt
lífs um óttuskeiðið
trausti og þrótt var takmark sett
treður nótt af heiðið.
7.
Sliti veldur viðspyrnið
vörnin seld óráðum
Illa heldur eingirnið
í andans feldi snjáðum.
8.
Mest þá Ægir meina drif
mjaðar sæ eg kneifa
kátur hlæ og hækka svif
hróðrarblæjum veifa.