Ljóð | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Ljóð

Fyrsta ljóðlína:Vakna þú Ísland! útverðirnir sungu
bls.8.8.1946
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Vakna þú Ísland! útverðirnir sungu.
Ómarnir flugu yfir brimhvít höf.
Fjallkonan kallar alla hina ungu
upp, fram til sigurs. Leyfa má ei töf.
2.
Tröllvaxnar fylgjur liðins aldaranda,
ógnuðu þeim, sem ryðja vildu braut.
Fjötruðu þá, sem hefjast vildu handa.
Hundeltu þá, sem létta vildu þraut.
3.
Glottu við tönn og stóðu föstum fótum
fullhugar Íslands, djarfir, sannir menn.
Andþrengsla voðann rifu upp með rótum.
Rokvindar þjóta. — Fjöllin standa enn.
4.
Nú hefir Ísland fullveldi sitt fengið.
Fegursti draumur sá er þjóð vor á
hefir rætzt, og gullöld aftur gengið
í garð, sem áður undir fargi lá.
5.
Risin er öld, sem gróandanum gagnar.
Gullfagrar sýnir hrífa þjóðarsál
í þúsund liðu. Fjallkonan því fagnar.
Í frjálsum huga þroskast guðamál.
II.
6.
Fossarnir syngja, fagna virkjan nýrri.
Fæðast í Ijós og gera býlin hlýrri.
Gróandann auka, byggðir verða betri.
Blómkrónur springa út á hlíðarsetri.
7.
Framtökin stækka, fleiri hendur vinna.
Fólkið er glatt þó mörgu hafi að sinna.
Lukkunnar hjól því leikur mjúkt í hendi
líðandi ár. Það áldrei frá þeim vendi.
8.
Frjálsu í landi, œskan kyndir elda
einhuga, djörf, sem fylking æðri velda.
Stefnir að marki þráðu heilum huga.
Heldur skal falla en lifa og ekki duga.
III.
9.
Framtíðin björt skal hlúa að lýð og landi.
Lýðræðis starfið tengjast friðarbandi.
Samhent til frama leiðist orka og andi. —
Ættlandið verndar heilladís frá grandi.