Vinur kvaddur. ÞÞorsteinsson | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Vinur kvaddur. ÞÞorsteinsson

Fyrsta ljóðlína:Hljóður ég í huga verð
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Hljóður ég í huga verð
hef ei margt til svara
þegar heyri um þína ferð
þá, sem allir fara.
2.
Fylgdir mörgum fjallaleið
fjarri byggðum manna
við þér blasti víð og heið
veröld öræfanna.
3.
Vel með ykkur einatt féll
ennþá faðminn bjóða
Hvannalindir, Laugafell
landið okkar góða.
4.
Æ var fylgd þín eftirspurð
ósérplægni og kynni.
Ruddir Hjalla auðnarurð
ungu kynslóðinni.
5.
Bargst úr strandi, hrund og hal
hirtir lítt um slóðir
suður langt frá Dyngjudal
dáni ferðabróðir.
6.
Okkur svíður eftirsjá
eins og bresti strengur.
Vinahópnum horfinn frá
hugumþekkur drengur.
7.
Leggðu heill úr hinstu vör.
Hlýju er gott að finna
eftir langa fjallaför
förunauta sinna.