Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Öræfastökur

Fyrsta ljóðlína:Bleikri slikju slær um fjöll
Viðm.ártal:≈ 1950
Flokkur:Náttúruljóð
1.
Bleikri slikju slær um fjöll
slétta, vik og hólar
sýnast kvika undir öll
aftanbliki sólar.
2.
Hallar kveldi, skuggar skjótt
skýjafeldinn stika.
Hefst í veldi höfug nótt.
Haugaeldar blika.
3.
Hún á greiðum himinvæng
heldur leiðar sinnar.
Yfir breiðir blakka sæng
bungu heiðarinnar.
4.
Áhrif lands og ylur víns
efla dáð og gaman
eru á leiðum Íslendings
einatt fléttuð saman.