Veiðivísur | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Veiðivísur

Fyrsta ljóðlína:Veiðimennskan var mitt sport
bls.1987 bls. 68
Viðm.ártal:≈ 1975
1.
Veiðimennskan var mitt sport
á vorin úti á Skaga
þá var líka alltaf ort
eitthvað flesta daga.
2.
Vel mér oft á grenjum gekk
gamlan hólk þó noti.
Út á heiði fór og fékk
fjögur dýr í skoti.
3.
Oft hefur mér í búið bæst
býsna mikil veiði.
En hvenær brosir nóttin næst
norður á Skagaheiði?
4.
Við þig segja verð ég fljótt
vel skal þeginn greiði.
Ég hef legið úti í nótt
uppi á reginheiði.