Ljósið 1. des. 1937 | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Ljósið 1. des. 1937

Fyrsta ljóðlína:Heill þér ljós, sem lýsir okkar vegi
bls.26
Viðm.ártal:≈ 1925
1.
Heill þér ljós, sem lýsir okkar vegi
og lætur geisla skína um miðja nátt
þér ég færi þökk á frelsisdegi
þó mig skorti bæði vit og mátt.
2.
Ljósið græðir sar og ótal undir
og yfir mönnum stendur traustan vörð.
Ljósið breytir myrkri í bjartar glaðar stundir
það blessun færir öllu hér að jörð.
3.
Sérhvert blóm sem blöð til ljóssins teygir
hvert barn því fagnar eins og kærum vin.
Og hvert sem okkar liggja lífsins vegir
mun ljósið um þá breiða fagurt skin.
4.
Látum þróast ljós í sálum vorum
látum verða bjart í hvers manns hug.
Við skulum áfram feta föstum sporum
frelsi og lósi styðja að með dug.