Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Muna-blik II

Fyrsta ljóðlína:Þegar býst til ferðar, með ferjunni yfir sundið
Heimild:Húnavaka
Viðm.ártal:≈ 1975
1.
Þegar býst til ferðar, með ferjunni yfir sundið,
fátæklega búinn af jörð, í hinztu för.
Það, sem helzt má greina, er hugsjónanna pundið.
Og hugur góðra vina, er ágætasta spjör.
2.
Þá ferjumaður brýnir við bakkann nýrra landa;
sjá, bláir tindar rísa sem átthaganna fjöll.
Við rætur fögru hlíðanna bændabýlin standa,
þar breiðist hjörð um haga og blómum skrýddan völl.
3.
Í bæjarlækjargili er bjarti, litli fossinn,
og björk, er hlustar fangin á sjafnar-mála-óð.
Á krónu Iiennar árrisul sunna sendir kossinn.
Sitja þrestir greinar og kveða vígsluljóð.
4.
Og ströndin eins og heima, með hulduborg og sanda,
hleina, sker og eyjar, sem báran gælir við.
Þar marglit fuglahjörðin, er söngvasæl að vanda.
Siglir knarraflotinn á hafsins dýpstu mið.
5.
Svona er lífið hafið í andans æviheimi:
Óskadraumar rætast og birtast vonalönd.
Um eilífð þroskast sálin í gróskuríkum geymi.
Gæskufús og máttug, oss leiðir Drottins hönd.
Fyrsta sunnudag í sumri árið 1974.