Gagraljóð | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Gagraljóð

Fyrsta ljóðlína:Þingið kannar þjóðarföng
bls.260
Viðm.ártal:≈ 1950

Skýringar

Kvöldið áður en heyrðist um Kóreustríðið
1.
Þingið kannar þjóðarföng
þvingar annir lands um hring
kring um mann er klípitöng
klingir bann og formæling.
2.
Landi þjóðin bindur bönd
blandast góðu ferlegt grand
handaóður vindur vönd
vandast róður, fer í strand.
3.
Sjaldan bíða breka gjöld
baldinn lýður heimtar vald
kalda stríðið ógnar öld
aldan ríður, fellur tjald.