Bjöllur klingja | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Bjöllur klingja

Fyrsta ljóðlína:Bjöllur klingja, hjörtu syngja
Heimild:Fjölrit.
bls.úr gögnum frá Steinsstaðaskóla
Viðm.ártal:≈ 1975
1.
Bjöllur klingja, hjörtu syngja
hörpustrengir óma þýtt.
Ljós á björtum blysum loga
benda okkur lýsa vítt.
Frjáls og glaður sé vor söngur
saman hljómi undurblítt.
Bjöllur klingja, hjörtu syngja
hörpustrengir óma þýtt.
2.
Allir syngi einum rómi
unaðstónar fylli hug.
Látum sönginn sigra heiminn
sorgum öllum vísa á bug
færa birtu, bæta lífið
bölið lækna vekja dug.
Allir syngi einum rómi
unaðstónar fylli hug.


Athugagreinar

Textinn er saminn við lag úr 9. sinfóníu Beethovens og var fluttur af 80-100 börnum við skólaslit Tónlistarskóla Skagafjarðarsýslu í Hofsósi vorið 1978. Ingimar Pálsson var þá skólastjóri og fékk RGS til að gera textann af þessu tilefni.