Gunna | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Gunna

Fyrsta ljóðlína:Nú vaknar jörðin af vetrarsvefni
bls.116
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Nú vaknar jörðin af vetrarsvefni
og vorið syngur í kringum mig.
Það finnst mér tilvalið ástarefni
ó, elsku Gunna, ég kyssi þig.
2.
Hörpu dalsins ég heyri óma
hvergi dýrlegri blett ég finn.
Á hverju smáblómi litir ljóma
lífið tilbiður höfund sinn.
3.
Á meðan öndin í okkur hjarir
og ástin bruggar sitt rauða vín
þínir kossar og þrýstnu varir
er þúsundfaldasta gleðin mín.