Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Gunna

Fyrsta ljóðlína:Nú vaknar jörðin af vetrarsvefni
Heimild:Vísur Bjarna frá Gröf bls.116
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Nú vaknar jörðin af vetrarsvefni
og vorið syngur í kringum mig.
Það finnst mér tilvalið ástarefni
ó, elsku Gunna, ég kyssi þig.
2.
Hörpu dalsins ég heyri óma
hvergi dýrlegri blett ég finn.
Á hverju smáblómi litir ljóma
lífið tilbiður höfund sinn.
3.
Á meðan öndin í okkur hjarir
og ástin bruggar sitt rauða vín
þínir kossar og þrýstnu varir
er þúsundfaldasta gleðin mín.