Hin króníska siðvilla | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Hin króníska siðvilla

Fyrsta ljóðlína:Andlegt líf er ekki hér
Viðm.ártal:≈ 2025
1.
Andlegt líf er ekki hér
ofarlega í sálum.
Annað hærra í öllu ber,
efnishyggja í málum.
2.
Mein það hindrar mönnum í
manndóms sálarbata.
Finn ég alltaf fyrir því
ferli sem ég hata.
3.
Samleið á ég enga með
aurasjúkum glópum,
sem í trú á vítis veð
vaða fram í hópum.
4.
Veit ég margan syndasel
svíkja kosti hreina.
Krónugræðgi og grútarþel
göfgar ekki neina.
5.
Því ég sakna þeirra er mest
þar á móti stóðu.
Og sem gegnum gildi best
góðar vörður hlóðu.
6.
Minning slíkra mér er kær,
magnar þrá í skyni.
Oft ég hugsa angurvær
um þá horfnu vini.
7.
Elinborg var alltaf hér
ein af þessum fáu
sem að meira en gegnum gler
greindu, fundu og sáu!