Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Hin króníska siðvilla

Fyrsta ljóðlína:Andlegt líf er ekki hér
Viðm.ártal:≈ 2025
1.
Andlegt líf er ekki hér
ofarlega í sálum.
Annað hærra í öllu ber,
efnishyggja í málum.
2.
Mein það hindrar mönnum í
manndóms sálarbata.
Finn ég alltaf fyrir því
ferli sem ég hata.
3.
Samleið á ég enga með
aurasjúkum glópum,
sem í trú á vítis veð
vaða fram í hópum.
4.
Veit ég margan syndasel
svíkja kosti hreina.
Krónugræðgi og grútarþel
göfgar ekki neina.
5.
Því ég sakna þeirra er mest
þar á móti stóðu.
Og sem gegnum gildi best
góðar vörður hlóðu.
6.
Minning slíkra mér er kær,
magnar þrá í skyni.
Oft ég hugsa angurvær
um þá horfnu vini.
7.
Elinborg var alltaf hér
ein af þessum fáu
sem að meira en gegnum gler
greindu, fundu og sáu!