Erfiljóð um Rannveigu Filipusdóttur | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Erfiljóð um Rannveigu Filipusdóttur

Fyrsta ljóðlína:Óttist ekki elli
bls.36
Viðm.ártal:≈ 1825
Óttist ekki elli
Ísalands meyjar
þó fagra hýðið ið hvíta
hrokkni og fölni
og brúna logið í lampa
ljósunum daprist
og verði rósir vanga
að visnuðum liljum.

Því þá fatið fyrnist
fellur það betur að limum
og lætur skýrar í ljósi
lögun hins innra
fögur ásýnd gamals
mun eptir sér skapa
og ungdóms sléttleik æðri
á það skrúðrósir grafa.


Athugagreinar

Bókarhöf., ÞTóm., er að fjalla um fríðleika og segir:„Ég hef kynnst mörgu gömlu fólki með andlit mótuð af mildi og fegurð. Ekkert íslenskt skáld hefur lýst þessu fegur en Bjarni Thorarensen í erfiljóðinu um Rannveigu Filipusdóttur, d. 1825“