Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Formálsorð

Fyrsta ljóðlína:Ef ég snjöllum orðum kem
Viðm.ártal:≈ 2000

Skýringar

Vefsýslumaður IHJ var organisti í Hraungerðis- og Villingaholtskirkjum 1. febr. 1997 og starfar við það enn þegar þessi orð eru skrifuð, þó ekki samfellt og hafa fleiri lagst á árar, Ingimar Pálsson o.fl. Einhver áhugamesti kórmaður á fyrri hluta þessa tímabils var Guðgeir Sumarliðason sem flutti til Rv. nokkrum árum fyrir andlát sitt, en hann lést 19. okt. 2008. Þegar Guðgeir var fluttur yfir heiðina, höfðu kórfélagar/organisti samband við hann að koma á æfingu í Þjórsárveri, var að vorlagi og þá hafði organisti beðið Sigurð um nýtt ljóð af   MEIRA ↲
Formálsorð
1.
Ef ég snjöllum orðum kem
að efni er hrífur geðið
er það máske eitthvað sem
annar hefur kveðið.
2.
Húmor áður hafði, sko
hreyfði gleðistrengi.
Mest af þessu masi svo
mundi ekki lengi.
3.
Í áheyrenda sálarsjóð
sama og ekkert lagði
þó gerði tvíræð gamanljóð
– gleymd á augabragði.
Útilegumenn
1.
Litið hef ég Litla-Hraun
þar læstir klefar dylja
allslags refa útmæld laun
– eins og gefur skilja.
2.
Æðstu menn í gullingátt
gylltum prýddum fjöðrum
standa gleitt og stefna hátt
– stela mest frá öðrum.
3.
Þessir gista gullin sal
og geta vaxtað arðinn
en lítill þjófur litlu stal
og lenti beint á „garðinn“
4.
En fjármálabrask er fyllirí
sem fáir einir njóta
margra bíða botnlaus dý
er búast við að fljóta.
5.
Margur hefur stundað stút
og stolið drjúgt um jólin
langar svo að leggjast út
– en lítið er um skjólin.
6.
Ódáðahraun er ekki gott
útilegumönnum
þar er hvorki þurrt né vott
– þar er grjót í hrönnum.
7.
Annars staðar gefast grið
gríptu ráð með þökkum.
Farðu beint í friðlandið
fræga á Eyjabökkum.
8.
Göfugustu græningjar
góna á þessar heiðar
og bráðum tekst að banna þar
beit og mannaveiðar.
Árborg stækkar
1.
Breytt er flest í þorpi þar
sem þekkti fyrr við brúna.
Áður kunnur öllum var
– ári fáum núna.
2.
Nú er stanslaust dirrindí
á danshúsum og kránum
yrði bumbult út af því
eldri sveitakjánum.
3.
Hillir undir heljarspan
um hringtorgið við brúna
ökuteækja orrustan
er að harðna núna.
4.
Sveitum fækkar áfram í
– afkoman í fári
– bráðum þarna byggist ný
borg á hverju ári.
Vetrarkoma
1.
Langur þótti liðinn vetur
lítið sá í auða hnjóta.
Haustið getur bætt um betur
– að byrja með til aldamóta. Sagt 9. okt.
2.
Gamall karl er allur ís
ættu menn að vita.
Kalt er blóðið, fyrst það frýs
í fjögra stiga hita. Sagt 17. okt.
Draumsýn eða hvað?
3.
Komdu þegar kólnar tíð
og kysstu mig á vanga
þá mun gleymast þraut og hríð
– þegar léttast ganga. Sagt 17. okt.
4.
Ýmsir víða á undan mér
ortu um hríð og skíði.
Ég byrja smíð og búinn er.
– Best í híðið skríði! Sagt 28. okt.