Vetrarkoma | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Vetrarkoma

Fyrsta ljóðlína:Langur þótti liðinn vetur
Viðm.ártal:≈ 2000
Flokkur:Tíðavísur
1.
Langur þótti liðinn vetur
lítið sá í auða hnjóta.
Haustið getur bætt um betur
– að byrja með til aldamóta. Sagt 9. okt.
2.
Gamall karl er allur ís
ættu menn að vita.
Kalt er blóðið, fyrst það frýs
í fjögra stiga hita. Sagt 17. okt.
Draumsýn eða hvað?
3.
Komdu þegar kólnar tíð
og kysstu mig á vanga
þá mun gleymast þraut og hríð
– þegar léttast ganga. Sagt 17. okt.
4.
Ýmsir víða á undan mér
ortu um hríð og skíði.
Ég byrja smíð og búinn er.
– Best í híðið skríði! Sagt 28. okt.