Árborg stækkar | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Árborg stækkar

Fyrsta ljóðlína:Breytt er flest í þorpi þar
Viðm.ártal:≈ 2000
1.
Breytt er flest í þorpi þar
sem þekkti fyrr við brúna.
Áður kunnur öllum var
– ári fáum núna.
2.
Nú er stanslaust dirrindí
á danshúsum og kránum
yrði bumbult út af því
eldri sveitakjánum.
3.
Hillir undir heljarspan
um hringtorgið við brúna
ökuteækja orrustan
er að harðna núna.
4.
Sveitum fækkar áfram í
– afkoman í fári
– bráðum þarna byggist ný
borg á hverju ári.